fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSr. Sigríður Kristín tekur við Breiðabólsstaðarprestakalli

Sr. Sigríður Kristín tekur við Breiðabólsstaðarprestakalli

Biskup Íslands hefur veitt Sigríði Kristínu Helgadóttur embætti sóknarprests í Breiðabólsstaðarprestakalli í Rangárþingi eystra. Tíu sóttu um embættið en Sigríði var tilkynnt um ákvörðunina í dag.

Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir – Ljósm. : Guðni Gíslason

Sigríður Kristín sagði starfi sínu lausu sem safnaðarprestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í júlí sl. en hún hafði starfað alla sína preststíð þar.

Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krosssókn.

Prestakallinu fylgir prestssetrið Breiðabólsstaður í Fljótshlíð þar sem Sigríður mun hafa aðsetur og lögheimili.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2