Spor við alla glugga eftir óboðinn gest

Fólk er hvatt til að vera á varðbergi

Samsett mynd. Háabergið.

Íbúar í Háaberginu var heldur brugðið þegar þeir komu heim í gær eftir vinnu. Þá mátti sjá fótspor í kringum húsið þeirra og ljóst var að viðkomandi hafði gengið að öllum gluggum og hurðum á þeim hliðum hússins sem snúa ekki beint að götunni.

Þetta voru fótspor eftir fullorðinn einstakling svo ekki voru krakkar að leik. Telja íbúarnir að þetta hafi gerst á bilinu kl. 8-15 í gær eða e.t.v. þegar enn var rökkur.

Þar sem ekki var farið inn tilkynntu húseigendur þetta ekki til lögreglu og tóku engar myndir af sporunum. Segja þeir ágætt að vera á varðbergi.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here