Spennan magnast hjá sundfólkinu okkar á OL

HÚH! hvatning tekin upp á Thorsplani til stuðnings sundfólkinu okkar kl. 13 á morgun, laugardag

Hafnfirðingarnir Hrafnhildur og Lúther á Ólympíuleikunum. Ljósmynd: Fjarðarfréttir - Klaus Jürgen Ohk.

Nú fer að styttast í að Anton Sveinn McKee og Hrafnhildur Lúthersdóttir keppa í sundi á Ólympíuleikunum. Klaus Jürgen Ohk þjálfari Hrafnhildar aðstoðar sundfólkið eftir megni en hann er aðeins sem gestaþjálfari á leikunum.

Klaus Jürgen Ohk og Anthony Nesty sem þjálfað hafa Hrafnhildi.
Klaus Jürgen Ohk og Anthony Nesty sem þjálfað hafa Hrafnhildi.

Anthony Nesty, gullverðlaunahafi frá Surinam í 100 m flugsundi á Ólympíuleikunum í Seoul 1988, þjálfaði Hrafnhildi fyrir leikana á Aruba en hann er aðstoðarþjálfari í Gator Swim Club í háskólanum þar sem Hrafnhildur hefur æft í Florida. Hann þjálfar nú lið frá Surinam sem keppir á leikunum og hefur hann verið með Klaus og Hrafnhildi á sundlaugarbökkunum.

Aðeins ein æfing er í dag vegna opnunarhátíðarinnar. Sundfólkið þarf að hvíla og tekur því ekki þátt í hátíðinni.

Anton Sveinn keppir á morgun
og Hrafnhildur á sunnudag

Anton Sveinn mun hefja keppni í 100 m bringusundi á morgun kl. 18:10 að íslenskum tíma. Hann verður á 6. braut í 3. riðli en alls eru keppendur 46 og komast 16 bestu áfram í milliriðla. Anton á 11. besta tímann og ætti því að eiga góða möguleika á að komast áfram. Komist hann í milliriðla mun hann synda kl. 02:08 eða 02:16 að íslenskum tíma aðfararnótt sunnudags.

Fylgjast má með árangri Antons Sveins hér (ath. íslenskir tímar)

Hrafnhildur mun einnig hefja keppni í 100 m bringusundi en undarásir eru á sunnudaginn kl. 17:05 að íslenskum tíma. Hún keppir í 4. riðli og verður á 3. braut. Hún á þriðja besta tíma keppenda í riðlinum. 43 keppendur eru í undanrásum og komast 16 bestu áfram í milliriðla. Hún á 9. besta tíma keppenda og ætti því að eiga góða möguleika á að komast áfram. Milliriðlar verða kl. 01:29 og 01:37 að íslenskum tíma aðfararnótt mánudags.

Fylgjast má með árangri Hrafnhildar hér (ath. íslenskir tímar)

HUH! hvatning tekin upp á Thorsplani

Á morgun kl. 13 hafa bæjarbúar verið hvattir til að mæta á Thorsplan þar sem ætlunin er að hrópa HÚH! til hvatningar sundfólkinu okkar og fleiri hróp. Þetta verður tekið upp og sent út. Sjá nánar hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here