Sóttvarnarreglur verða rýmkaðar

Sundleikfimi í Ásvallalaug.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir hefur lagt til að frá og með 7. september verði leyfðir 200 manna samkomur í stað 100 manna og að miðað verði við eins meters fjarlægðarmörk í stað tveggja metra mörkin sem gilt hafa.

Segir Þórólfur að eins metra reglan hafi gefist vel í skólum og að rannsóknir hafi sýnt að viðhafi fólk eins meters fjarlægðarmörk minnki það líkur á smiti fimmfalt.

Þá leggur hann til að á sundstöðum og líkamsræktarstöðvum verði heimilt að hafa 75% af heimiluðum hámarksfjölda í stað 50%.

Eins verða sviðslistir heimilaðar með allt að 200 áhorfendum.

Búist er við auglýsingu ráðherra um þessi nýju mörk síðar í dag.

Ummæli

Ummæli