Söfnuðu til styrktar Úkraínu

Elín Helga Arnardóttir, Bára Dís Reynisdóttir og Unnur Freyja Kristinsdóttir

Vinkonurnar Elín Helga Arnardóttir, Bára Dís Reynisdóttir og Unnur Freyja Kristinsdóttir gengu í hús á Völlunum og seldu heimagerð armbönd og söfnuðu dósum til styrktar Úkraínu.

Þær söfnuðu 44.100 krónum sem þær afhentu Rauða Krossinum og fengu góðar þakkir fyrir.

Ummæli

Ummæli