fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirSnarlega slökkt í eldi sem kom upp í þaki á Hrafnistu

Snarlega slökkt í eldi sem kom upp í þaki á Hrafnistu

Kviknaði í við viðhaldsframkvæmdir

Um kl 11:30 í morgun kom upp smávægilegur eldur í þaki Hrafnistu í Hafnarfirði. Slökkvilið, sem er með starfsstöð í Skútahrauni, rétt við Hrafnistu, var komið á staðinn örstuttu síðar.

Verktaki þaksins var þá að mestu búinn að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði vegna viðhaldsframkvæmda þar. Í öryggisskyni var hluti hússins rýmdur í rúmlega 15 mínútur og gekk það ferli mjög vel.

Engin slys urðu á fólki og óverulegt tjón varð á húsnæði Hrafnistu en vatn rann vatn niður á gang og nokkur reykjalykt var á efstu hæð.

Slökkviliði hefur nú farið með hitamyndavél yfir húsið og mun fylgjast með vettvangi í dag.

Nú stendur yfir endurnýjun á þaki Hrafnistu í Hafnarfirði, stærsta öldrunarheimil landsins en heimilið hélt upp á 40 ára afmæli sitt á dögunum. Á heimilinu búa 214 manns en auk þess eru í húsinu 26 dagdvalarrými fyrir aldraða.

Dagleg starfsemi Hrafnstu í Hafnarfirði var því um hádegisbil komin í eðlilegt horf.

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2