Smábíll og sendibíll skullu saman á Reykjanesbraut – vitni óskast

Skullu saman þar sem Reykjanesbrautin er tvöföld

Báðir bílarnir voru að koma úr suðurátt

Um klukkan níu í morgun skullu saman lítil fólksbifreið og all stór sendibifreið á Reykjanesbraut við kirkjugarðinn. Voru báðir bílarnir að koma úr suðurátt þar sem er tvöföld akrein og vegrið á milli akreina.

Virðist fólksbifreiðin hafa skollið á vegriðinu og á sendibílnum

Óljóst er með hvaða hætti áreksturinn hefur orðið en ljóst að fólksbifreiðin hefur bæði skollið á vegriðinu og á hlið sendibifreiðarinnar.

Sendibifreiðin var nokkuð skemmd á vinstri hlið

Engin slys urðu á fólki og litlar tafir á umferð. Var mesta morgunumferðin búin og umferð var nokkuð greið um aðra akreinina.

Sendibifreiðin var nokkuð skemmd á vinstri hlið

Uppfært:

Vitni óskast

Árekst­ur.is ósk­ar eft­ir vitn­um að árekstrinum. Sér­stak­lega er leitað að litl­um hvít­um sendi­ferðabíl sem ók þar um á þess­um tíma. Vitni eru beðin um að hafa sam­band við Árekst­ur.is í síma 578 9090 eða á arekst­ur@arekst­ur.is.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here