fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirSlökkvilið kallað að Setbergsskóla til að reykræsa

Slökkvilið kallað að Setbergsskóla til að reykræsa

Slökkvilið hvarf á braut klukkustund síðar

Kallað var eftir aðstoð slökkviliðs að Setbergsskóla í hádeginu en skv. heimildum Fjarðarfrétta hafði nemandi kveikt eld inni í skólanum sem varð mikill reykur af í skólanum. Eldurinn var slökktur strax en óskað var eftir aðstoð slökkviliðs til að reykræsa.

Mætti slökkvilið á staðinn með slökkvibíl og sjúkrabíl en ekki er vitað hvort mikið þurfti að reykræsa þegar til kom. Slökkviliðið hvarf á braut upp úr kl. 13.

Uppfært kl.14:10

Skv. upplýsingum skólastjóra hafði nemandi kveikt eld í ruslafötu á snyrtingu drengja á jarðhæð. Varð af eldinum mjög mikill reykur en húsvörður og fleiri voru skammt undan og slökktu eldinn fljótt svo engin hætta stafaði af að sögn skólastjóra.

Eldvarnakerfi skólans brást við með látum og fóru allir nemendur og starfsfólk út á skólalóð eins og rýmingaráætlun segir til um. Lokuðust hurðir á milli reykhólfa. Slökkvilið reykræsti salernið og nemendur komst fljótt inn aftur í þá hluta skólans sem ekki lokuðust af.

Vel gekk að reykræsa og nú er aðeins eftir að þrífa salernið af sóti.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2