fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirVíðvellir 40 ára í dag

Víðvellir 40 ára í dag

Hefur verið rekinn sem skóli án aðgreiningar frá árinu 1992

Leikskólinn Víðivellir fagnaði 40 ára afmæli skólans í dag þann 28. febrúar. Haldið var upp á afmælið með margvíslegum hætti. Gestum var boðið í í afmælissöngstund á sal með elstu börnunum og eftir hádegið fóru börnin í skrúðgöngu um hverfið og sungu hástöfum afmælislagið og söngvana um Víðivelli og Hafnarfjörð.

Leikskólinn Víðivellir var formlega tekinn í notkun 28. febrúar 1977 og þá sem nýtt dagvistunarheimili sem átti að leysa þarfir forgangshópa í bænum um dagvistunarpláss. Opnunin þótti marka mikinn og merkan áfanga í dagvistunarmálum í Hafnarfirði og um að ræða fyrsta barnaheimilið sem bærinn starfrækti. Þá hafði bærinn rekið dagheimili að Hörðuvöllum um áratuga skeið í samvinnu við verkakvennafélagið Framsókn. Hvatamenn að byggingu Víðivalla voru Lionsmenn og konur í kvenfélaginu Hringnum.

Skrúðganga leikskólabarna og starfsfólks á afmælisdeginum

Leikskóli án aðgreiningar

Leikskólinn Víðivellir hefur verið rekinn sem skóli án aðgreiningar frá árinu 1992 og unnið hefur verið með börn með sérþarfir og fatlanir á ýmsum sviðum. Rúmgóður hreyfisalur er í skólanum og hefur rík áhersla verið lögð á hreyfingu og holla lífshætti í daglegu lífi nemenda og starfsmanna skólans. Leikskólinn hefur í tvígang fengið viðurkenningar fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar fyrir fagmennsku og skólaþróun í skólanum og tilnefningu Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í dag eru 126 börn á Víðivöllum og 44 starfsmenn.

Fréttatilkynning frá Hafnarfjarðarbæ.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2