fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSamtökin Raddir hættir að standa fyrir Stóru upplestrarkeppninni

Samtökin Raddir hættir að standa fyrir Stóru upplestrarkeppninni

Samtökin Raddir hafa tilkynnt að þau hafi hætt að standa fyrir Stóru upplestrarkeppninni í grunnskólum á Íslandi frá og með núverandi skólaári eftir 25 ára sögu keppninnar, sem hófst í Hafnarfirði á sínum tíma.

Í því felst að hvert sveitarfélag þarf að halda keppnina á eigin vegum, vilji það halda keppninni áfram.

Raddir bjóða þó áfram upp á námskeið í upplestri, aðgang að vef sínum, veitir sveitarfélögum ráðgjöf og býður fram aðila í dómnefnd þar sem greiða þarf laun viðkomandi en ferðakostnaður er greiddur af Röddum.

Í Hafnarfirði hefur skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs búið sig undir að taka verkefnið í sínar hendur fyrir Hafnarfjörð. Myndaður verður stýrihópur um verkefnið og tengja það formlega og betur við læsisverkefni Hafnarfjarðar, Lestur er lífsins leikur.

Tekið verður upp nýtt heiti á keppnina og samhliða því verður efnt til samkeppni um slagorð fyrir keppnina sem verði haldin meðal 7. bekkinga og verði tilbúið í nóvember.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2