fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólamálEgill sigraði í Stærðfræðikeppni grunnskólanna 3ja árið í röð

Egill sigraði í Stærðfræðikeppni grunnskólanna 3ja árið í röð

Í síðustu viku voru veitt verðlaun í stærðfræðikeppni Flensborgarskólans fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar. Keppnin tókst vel og um 130 grunnskólakrakkar þreyttu prófið. 10 efstu í hverjum árgangi fengu viðurkenningu og páskaegg en sérstök verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum árgangi.

Þau urðu í efstu þremur sætunum í sínum árgangi, frá vinstri: Birta María Róbertsdóttir, Egill Magnússon, Freyr Víkingur Einarsson, Anna Dagmar Daníelsdóttir, Sandra Karen Daðadóttir, Masa Dedeic og Kristófer Tómas Kristófersson. Á myndina vantar Hrafnkel Hvanndal Halldórsson.
Egill Magnússon 2017

Í 10. bekk bar Egill Magnússon úr Víðistaðaskóla sigur úr býtum en athygli vekur að hann sigraði síðustu tvö ár í 8. og 9. bekk, deildi 1. sæti í 9. bekk. Freyr Víkingur Einarsson, sömuleiðis úr Víðistaðaskóla varð í 2. sæti og Birta María Róbertsdóttir úr Hraunvallaskóla varð í 3. sæti.

Í 9. bekk sigraði Sindri Helgason úr Setbergsskóla, Anna Dagmar Daníelsdóttir úr Lækjarskóla varð í 2. sæti og Sandra Karen Daðadóttir úr Hraunvallaskóla varð í 3. sæti.

Í 8. bekk sigraði Hrafnkell Hvanndal Halldórsson úr Hvaleyrarskóla, Masa Dedeic úr Hraunvallaskóla varð í 2. sæti og Kristófer Tómas Kristinsson úr Víðistaðaskóla varð í 3. sæti.

Eftirtöld komust í lokakeppnina í Flensborg:

10. bekkingarnir

10. bekkur

  • Agnes Helga Gísladóttir, Áslandsskóli
  • Anína Marín Thorstensen, Setbergsskóli
  • Arnór Gauti Úlfarsson, Setbergsskóli
  • Birta Líf Hannesdóttir, Víðistaðaskóli
  • Birta María Róbertsdóttir, Hraunvallaskóli
  • Egill Magnússon, Víðistaðaskóli
  • Elísabet Anna Pétursdóttir, Hraunvallaskóli
  • Freyr Víkingur Einarsson, Víðistaðaskóli
  • Kristey Valgeirsdóttir, Setbergsskóli
  • Sesselja Picchietti, Setbergsskóli
9. bekkingarnir

9. bekkur

  • Anna Dagmar Daníelsdóttir, Lækjarskóli
  • Emil Ísar Hermannsson, Lækjarskóli
  • Emilía Björk Gunnlaugsdóttir, Lækjarskóli
  • Ronja Halldórsdóttir, NÚ
  • Sandra Karen Daðadóttir, Hraunvallaskóli
  • Sindri Helgason, Setbergsskóli
  • Úlfar Freyr Sigurgeirsson, NÚ
  • Úlfheiður Linnet, Lækjarskóli
  • Valdimar Markús Kristjánsson, Setbergsskóli
  • Þórunn Embla Sveinsdóttir, Lækjarskóli
8. bekkingarnir

8. bekkur

  • Elísa Guðrún Guðjónsdóttir, Áslandsskóli
  • Hrafnkell Hvanndal Halldórsson, Hvaleyrarskóli
  • Kolbrún Garðarsdóttir, Hraunvallaskóli
  • Kristófer Tómas Kristinsson, Víðistaðaskóli
  • Masa Dedeic, Hraunvallaskóli
  • Róbert Ólafsson, Setbergsskóli
  • Selma Sól Sigurjónsdóttir, Lækjarskóli
  • Sigurður Sindri Hallgrímsson, Hraunvallaskóli
  • Sunna Rós Ólafsdóttir, Áslandsskóli
  • Tómas Hilmarsson, Áslandsskóli

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2