fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirSkólamálÁrný Steindóra Steindórsdóttir ráðin leikskólastjóri á Hlíðarenda

Árný Steindóra Steindórsdóttir ráðin leikskólastjóri á Hlíðarenda

Níu umsækjendur voru um stöðuna

Níu einstaklingar sóttu um stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Hlíðarenda þegar hún var auglýst nýlega. Árný Steindóra Steindórsdóttir var valin úr hópi umsækjenda og ráðin leikskólastjóri.

Árný var til fjögurra ára leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði auk þess að sinna stöðu deildarstjóra, leikskólakennara, verkefnastjóra og leikskólafulltrúa fyrir leikskóla Hjallastefnunnar um árabil. Hún er með leikskólakennarapróf auk þess að vera með diplóma gráðu í rekstrarfræði og stjórnun menntastofnana.

Umsækjendur um stöðu leikskólastjóra á Hlíðarenda:

Árný Steindóra Steindórsdóttir, sérkennari
Gígja Jörgensdóttir
Hulda Þórarinsdóttir, deildarstjóri
Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir, leikskólakennari
Kristín Ellertsdóttir, leiksskólakennari
Kristín Gísladóttir, leikskólastjóri
Kristjana Birna Svansdóttir, leikskólakennari
Svanhildur Ósk Garðarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2