Bæjarráð samþykkti í dag í umboði bæjarstjórnar nýja gjaldskrá fyrir lóðarverð en lóðarverð er samsett úr gatnagerðargjaldi og byggingarréttargjaldi sbr. eftirfarandi töflu:
Gatna-gerðargjald kr. |
Bygginga-réttargjald kr. |
Lóðaverð |
Verð á umfram m² kr. |
|
Lágmarksverð einbýlishúsalóða miðað við allt að 220 m² hús | 6.805.480 | 5.272.547 | 12.078.027 | 54.900 |
Lágmarksverð parhúsalóða miðað við allt að 200 m² hús | 6.186.800 | 3.594.133 | 9.780.933 | 48.905 |
Lágmarksverð raðhúsalóða miðað við allt að 180 m² hús | 5.568.120 | 3.234.719 | 8.802.839 | 48.905 |
Lágmarksverð fjölbýlishúsalóða 3.364.073,- á hverja íbúð miðað við allt að 75 m² íbúð |
2.320.050 |
1.044.023 |
3.364.073 |
44.854 |
Gatnargerðargjald er skv. Samþykkt um gatnagerðargjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 242/2016 sem samþykkt var af bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar þann 2. mars 2016 sbr. heimild í 12. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald með síðari breytingum.
Gatnagerðargjald af íbúðarhúsnæði er 15% byggingarkostnaðar eins og hann er hverju sinni í vísitöluhúsi fjölbýlis samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987 með síðari breytingum, um vísitölu byggingarkostnaðar.
Lóðaverð samkvæmt samþykkt þessari uppfærist 1. dag hvers mánaðar i samræmi við breytingu á byggingarvisitölu. Gildir það um báða hluta lóðaverðsins, gatnagerðargjald og byggingarréttargjald.
Bæjarstjórn getur við úthlutun lóða ákveðið að óska eftir tilboðum þar sem lóðaverð skv. samþykkt þessari eru lágmarksverð.