fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirSkipulagsmálMynd dagsins - menningarminjar fluttar á brott

Mynd dagsins – menningarminjar fluttar á brott

Fjölmörg gömul og jafnvel sögufræg hús voru rifin í Hafnarfirði á síðu áratugum síðustu aldar. Viðhorf fólks til gamalla húsa er allt önnur í dag og bæjarmyndin væri líklega svolítið öðruvísi.

Eitt af sögufrægu húsunum í Hafnarfirði var verslunar- og lagerhús sem August Flygenring lét byggja árið 1904. Það var lengi kennt við Edinborg enda samnefnd verslun í húsinu. Þegar Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var stofnuð var þar skrifstofa Bæjarútgerðarinnar allt þar til nýtt hús var byggt. Rétt fyrir 1960 var húsið flutt af sínum upprunalega stað og sett til geymslu á tunnur við Norðurbraut. Var það fyrir þegar Vesturgatan var endurnýjuð og steypt árið 1961.

Það varð svo að samkomulagi að Skátafélagið Hraunbúar fengju húsið geng 50.000 kr. byggingarstyrk sem bæjarfélagið hafði ætlað félaginu það ár. Hafði félagið hafi byggingu á skátaheimili við Ásbúðartröð og búið var að steypa þar sökkli en frá bygginu þar var horfið.

Húsið var flutt á nýja lóð yst í bænum, við Hraunbrún og var það notað sem skátaheimili allt til 1998 er nýtt Hraunbyrgi reis við Víðistaðatún.

Skv. skipulagi átti að rífa gamla Hraunbyrgi en frá því var horfið og húsið selt. Hafnarfjarðarbær keypti húsið til baka þar sem það var ekki í samræmi við skipulag og var auglýst til sölu og brottflutnings. Þáverandi oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn, Þorsteinn Njálsson fékk síðan húsið gegn framlagi frá Hafnarfjarðarbæ og flutti það að Tungufelli undir Eyjafjöllum. Var það mikil aðgerð enda húsið um 96 m² að stærð og háreist.

Það skondna í dag er að á lóðinni stendur sambærilegt hús og ný hús sem byggð voru við Vesturgötu eru líka nokkuð sambærileg. Hefði minnsta mál verið að snúa húsinu á lóðinni eða flytja það á nýjan stað við Vesturgötu. Húsi með mikla sögu var bókstaflega ekið í burtu úr bænum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2