fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirHafnarfjarðarhöfn sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir þegar byggt hús

Hafnarfjarðarhöfn sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir þegar byggt hús

Fyrir hönd Hafnarfjarðarhafnar sótti hafnarstjóri þann um deiliskipulagsbreytingu vegna nýs hafnarbakka, Háabakka, sem byggður er framan við Fornubúðir 5, á milli Suðurbakka og Óseyrarbryggju. Á landfyllingu við þennan hafnarbakka er lítil lóð fyrir veituhús sem fær götunúmerið Fornubúðir 20.

Þetta þætti ekki tiltökumál nema fyrir það að þegar er búið að byggja þetta þjónustuhús!

Deiliskipulag eru í raun leikreglur fyrir húsbyggjandann og ekki er heimilt að veita leyfi fyrir byggingu húss sem ekki er í samræmi við deiliskipulag. En eitthvað virðist hinir opinberu aðilar hafa flýtt sér of mikið og farið fram úr sjálfum sér.

Samþykkti skipulags- og byggingarráð á fundi sínum 16. júní sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Háabakka í samræmi við skipulagslög og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn sem bæjarstjórn samþykkti 24. júní sl.

Tillagan felur í sér byggingu þjónustuhúss fyrir vatnsinntök og rafmagn við Fornubúðir í Hafnarfirði. Gerð er sérstök lóð fyrir mannvirkið sem fær númerið 20 við Fornubúðir.
Stærð lóðarinnar er 91,3 m². Stærð byggingarreits er 3,24 m x 8,0 m. Hæð mannvirkis 3,3. m.

Hér má sjá skýringarmynd af deiliskipulagsbreytingunni.

Þarna er, þó það komi ekki skýrt fram í fundargerðinni, verið að gera breytingu á deiliskipulagi frá desember 2018 þar sem gert er ráð fyrir hafnarbakkanum en ekki neinu húsi.

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2