Forseti hafnaði að taka upp tillögu um að taka rammaskipulag til afgreiðslu í bæjarstjórn

Rammaskipulag sem skipulags- og byggingarráð vísaði til bæjartjórnar 2018

Jón Ingi Hákonarson í ræðustól bæjarstjórnar.

Jón Ingi Hákonarson fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn lagði til á bæjarstjórnarfundi í dag að bæjarstjórn samþykki rammaskipulag fyrir  Hraun vestur sem stefnu bæjarins vegna skipulags fyrir Hraun vestur. Upphaflega var rammaskipulagið, sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarráðs 15. maí 2018, lagt fyrir á fundi bæjarstjórnar 23. maí en þar virðist fyrir einhverja handvömm hafa gleymst að afgreiða hana.

Rammaskipulagið var 2. liður á dagskrá bæjarstjórnar 23. maí 2018 en ekki kemur fram, eins og ætti að vera í vandaðri fundargerð, hvaða afgreiðslu málið fékk.

Formaður skipulags- og byggingarráðs og bæjarfulltrúi, Ólafur Ingi Tómasson, gerði athugasemd við tillöguna og benti á að rammaskipulagið væri ekki á dagskrá.

Forseti tók undir þá athugasemd og lagði til að málið yrði tekið upp í skipulags- og byggingarráði. Það ráð hefur hins vegar þegar staðfest rammaskipulagið og vísaði því til áframhaldandi úrvinnslu. Því mætti ætla að málið lægi í raun hjá bæjarstjórn sem hvorki hefur samþykkt það né hafnað því.

Niðurstaðan var sú að fundarsköp leyfðu ekki breytingartillögur þegar fundargerðir eru teknar fyrir og því mun Jón Ingi taka málið upp á næsta bæjarstjórnarfundi.

Skipulags- og byggingarráð afturkallar ákvörðun bæjarstjórnar

Fulltrúar Bæjarlistans, Miðflokks, Samfylkingar og Viðreisnar settu í bókun á fundinum spurningarmerki við það hvort skipulags- og byggingarráð hafi umboð til að afturkalla samþykkt bæjarstjórnar.

Það vekur athygli að bæjarstjórn skyldi ekki taka þessa ákvörðun ráðsins til afgreiðslu enda getur ráð ekki afturkallað ákvörðun bæjarstjórnar.

Skoða má rammaskipulagið hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here