fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirSkipulagsmálBæjarstjórn samþykkir að auglýsa nýtt aðalskipulag fyrir 11 einbýlishús við Hjallabraut

Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa nýtt aðalskipulag fyrir 11 einbýlishús við Hjallabraut

Afgreiðslu á deiliskipulagi var frestað í annað sinn

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 5. febrúar tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna breyttrar landnotkunar við Hjallabraut á milli skátaheimilisins Hraunbyrgis og húsa við Víðivang, gengt Skjólvangi.

Þar er gert ráð fyrir að byggja 11 einbýlishús sem verða 135 m² hvert á tveimur hæðum.

Bæjarstjórn frestaði á síðasta fundi sínum 8. janúar sl. að afgreiða málið og vildu bæjarfulltrúar þá engar skýringar gefa aðrar en þeir að fólk vildi skoða málið nánar. Ekki voru neinar umræður um málið á fundinum gær og engin gögn voru lögð fram um að um málið hafi verið fjallað frá síðasta fundi.

Samþykkti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 17. desember sl.

Nú ákvað bæjarstjórn að fresta afgreiðslu á tillögu skipulags- og byggingarráðs frá 17. desember um breytingu á deiliskipulagi sem m.a. gerði ráð fyrir aðeins einu stæði við hvert hús og aðkomu að húsunum um bílastæði við skátaheimilið Hraunbyrgi. Ekki kom fram hvers vegna málinu var frestað og engar umræður urðu um málið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2