Föstudagur, júlí 4, 2025
target="_blank"
HeimFréttirSjálfsvarnaræfingar í boði fyrir börn og ungmenni

Sjálfsvarnaræfingar í boði fyrir börn og ungmenni

Sambo 80 er nýtt íþróttafélag í Hafnarfirði

Sambo 80 er nýtt íþróttafélag í Hafnarfirði sem hefur gert samning við Hafnarfjarðarbæ
Með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar getur Sambo 80 nú boðið uppá æfingar fyrir börn og ungmenni í sambo sem er sjálfsvarnar og glímuíþrótt.

Alexandr Stoljarov

Hafnfirðingurinn Alex Stoljarov, sem er stofnandi og formaður Sambo á Íslandi Sambo, segir sambo vera íþróttagrein sem hafi góða möguleika á að verða mjög vinsæl á Íslandi.
„Bæði strákar og stelpur geta stundað þessa íþrótt og einnig fatlaðir og fólk á öllum aldri. Keppt er í greininni í mörgum flokkum á alþjóð­legum mótum en þessi íþrótt er mikið stunduð víða um heim,“ segir Alex.

Sambo 80 er deild í Sambo Ísland sem er aðili að Evrópudeild FIAS sem er eina viður­kennda alþjóðlega stofn­unin sem ber ábyrgð á þróun sambo íþróttarinnar í heiminum.
„Íþróttin er í dag stunduð í öllum heimsálfum og stefnt er að því að sambo verði olympíugrein á næstu Olympíuleikum,“ segir Alex.

Æfingar að Flatahrauni 14

Æfingar hófust í byrjun nóvember í aðstöðu félagsins að Flatahrauni 14 og iðkendur geta notað frístundastyrk frá Hafnarfjarðarbæ til niðurgreiðslu æfingagjalda.

Fyrirhugað er að halda þjálfara­nám­skeið í nóvember og skilyrði fyrir þátt­töku er reynsla í sambærilegum íþrótta­greinum og áhugi á að byggja upp Sambo á Íslandi. Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa áhuga á að verða sambo­­þjálfarar fyrir skóla og klúbba.
Alex er þjálfari Sambo 80 en hann er með alþjóðleg þjálfararéttindi og mikla reynslu sem iðkandi, keppandi og þjálfari í Sambo.

Skráning er hafin á facebook síðu Sambo 80 og þar eru frekari upplýsingar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2