fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSjálfstæðisflokkurinn hefði átt að fá 3 fulltrúa síðast ef ekki hafði verið...

Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að fá 3 fulltrúa síðast ef ekki hafði verið fyrir d’Hont reikniregluna

Reiknireglan sem notuð er hér á landi við að reikna út fjölda bæjarfulltrúa getur verið mjög ósanngjörn og stjórnlaga­dómstóll Þýskalands dæmdi fyrir löngu d‘Hondt regluna ólýðræðis­lega og því ónothæfa.

Við síðustu kosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 33,7% greiddra atkvæða og hefði því átt að fá 3,71 bæjarfulltrúa ef reiknað er 33,71% af 11 bæjarfulltrúum. Það réði því svo hvaða flokkur væri nær því að fá fulltrúa, hvort Sjálfstæðisflokkurinn fengi 3 eða 4 fulltrúa. En flokkurinn fékk 5 bæjarfulltrúa því skv. d‘Hondt reglunni er fyrsti full­trúi valinn eftir hæsta fylgi hvers flokks, síðan er deilt í heildartölu hvers flokks með 2 upp í 11 og hæsta talan notuð til að ákvarða fulltrúana.

En skv. atkvæðamagni fengu Píratar 6,52% atkvæða og 6,52% af 11 bæjarfulltrúum er 0,72 og því hefðu Píratar átt að fá einn bæjarfulltrúar frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sinn fimmta fulltrúa sem skv. atkvæðamagni átti 0,71 upp í 4. mann sinn.

Þar að auki fékk VG 6,71% atkvæða og 6,71% af 11 bæjarfulltrúum sem er 0,74 bæjarfulltrúar og því hefði VG frekar átt að fá bæjarfulltrúa en D sem var með 0,71 upp í sinn fjórða fulltrúa.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2