fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirSetbergslækur ekki á réttum stað skv. skipulagi!

Setbergslækur ekki á réttum stað skv. skipulagi!

Það er áhugavert að skoða deiliskipulag Setbergshverfis að norðuröxl Fjárhússholts en það var staðfest af Skipulagsstofnun í janúar 1983. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á deiliskipulaginu en þó er hvergi að finna, við einfalda leit, að legu Setbergslækjar, sem rennur úr Urriðakotsvatni, hafi verið breytt frá upphaflegu skipulagi, eða öllu heldur að færa ætti hann í þann farveg sem deiliskipulagið segir til um.

Blá lína sýnir lækinn og sjá má göngustíginn þar sem lækurinn er nú.

Í dag liggur lækurinn meðfram Reykjanesbrautinni þar sem skv. deiliskipulaginu á að vera göngustígur. Þar er vissulega stígur meðfram læknum en hann lokast við gatnamót Reykjanesbrautar og Reykjanesbrautar þar sem lóð virðist ná alveg að læknum. Hafa íbúar þar sett upp skilti sem banna alla umferð um einkalóð.

Deiliskipulagið fyrir Setberg frá janúar 1983

Lækurinn, skv. deiliskipulaginu, átti að mestu að vera þar sem nú er göngustígur og hefði eflaust verið nokkuð dýr í uppsetningu enda víða þar sem þurfti að fara yfir hann. Þó virðast bæjaryfirvöld ekki hafa haft fyrir því að breyta deiliskipulaginu til samræmis við það sem gert var.

Þetta deiliskipulag má finna á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar og þar má finna götuheiti. Undirskriftin er þó hin sama á báðum.
Lækurinn og göngustígurinn skiptust á plássi. Lækurinn er þar sem göngustígurinn átti að vera og öfugt. Þarna er varasöm beygja á illa förnum stígnum þar sem hjólandi og gangandi mætast.

Reyndar má finna tvo uppdrætti sem ber að mestu saman en þó má finna mismun, m.a. eru engin götuheiti á deiliskipulagsuppdrættinum sem vistaður er hjá Skipulagsstofnun. Ef uppdrátturinn er sóttur á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar, er þar að finna götuheiti.

Þar vekur athygli mikil fyrirhuguð gata, Lækjarberg sem átti að liggja meðfram Hraunholtslæknum, frá Lækjargötu, undir Reykjanesbrautina og upp í brekkuna þar sem nú er Mosahlíðin. Reyndar ber gatan frá Reykjanesbraut og meðfram Setbergsskóla líka nafnið Læjarberg en heitir í dag Hlíðarberg.

Skoða má gildandi skipulag og breytingar á skipulagi á map.is/skipulag 

Ath. að skipulag er ekki uppfært og því þarf að skoða upprunalega skipulagið og allar breytingar við því sem oft getur verið mjög snúið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2