fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Rúmlega klukkustundar rafmagnsleysi í Setbergi – vatnsþrýstingur féll

Rafmagnslaust varð í Setbergshverfi og Hlíðum um kl. 17.35 í dag. Fljótlega urðu íbúar varir við að vatnsþrýstingur féll í efri hluta hverfisins sem getur t.d. hamlað slökkvistarfi komi upp bruni á meðan rafmagnslaust var.

Skv. upplýsingum frá HS Veitum var rafmagn komið á hjá öllum notendum um kl. 18.40 en staðfest er að rafmagn kom ekki á fyrr en kl. 18.45 í Klukkuberginu. Var því rafmagnslaust í einn klukkutíma og 10 mínútur.

Óánægju gætti hjá íbúum vegna upplýsingaleysis hjá HS Veitum en ekki bárust upplýsingar frá fyrirtækinu fyrr en um 45 mínútum eftir að rafmagnið fór af og þar kemur fram að hluti Setbergs hafi misst rafmagn.

Rafmagnið hefur farið af hverfinu nokkuð oft undanfarið og íbúar ósáttir og mátti sjá á síðu hverfisins ummæli eins og „Setbergið er bara að verða eins og þriðja heims ríki“, „eða eins og Vestfirðir“.

Uppfært kl. 20:49,

Nýjar upplýsingar frá HS Veitum

17.37 leysti Kaldárselsvegur (OLDA.AKA10.GS110) út. Sá leggur fæðir Setbergið.

18.20 Var rafmagn komið á flesta notendur i Setberginu

18.36 Bilun staðsett, gerð var breyting í háspennukerfinu. Og rafmagni komið á alla notendur kl. 18.45.

Bilun var í háspennustreng á milli DRE51080 Lindabergs og DRE51034 Fjóluhlíð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar