fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirRósa fékk heiðursverðlaun fyrir framlag í þágu samfélagsins

Rósa fékk heiðursverðlaun fyrir framlag í þágu samfélagsins

Rósa Katrín Möller Marinósdóttir fékk heiðursverðlaun fyrir sitt framlag til samfélagsins við að ganga um hafnarsvæðið og nærliggjandi götur og hreinsa þar bæði rusl og illgresi upp á sitt eindæmi í sínum frítíma.

Fékk hún viðurkenninguna afhenta þegar viðurkenningar voru veittar fyrir snyrtilega garða undir merkjum Snyrtileikans, sem Hafnarfjarðarbær stendur að.

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri afhenti nöfnu sinni viðurkenninguna.

Rósa, sem sjálf er úr Skerjafirðinum, býr skammt frá hafnarsvæðinu og hefur lagt mikið á sig til að gera hafnarsvæði fallegra á að líta. Er hún öðrum til fyrirmyndar, ekki síst sem eiga þau svæði sem hún hefur tekið til á.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2