Róbert Ísak stórbætti Íslandsmet sitt og varð sjötti

Ró­bert hef­ur þar með lokið keppni á Ólymp­íu­mót­inu

Róbert Ísak - Ljósm.: ÍF

Ró­bert Ísak Jóns­son hafnaði í 6. sæti í úrslitum í 200 metra fjór­sundi í flokki S14 á Ólymp­íu­mót­inu í Tókýó nú fyrir stuttu.

Synti hann á 2,12.89 mín­út­um og stór­bætti þar með eigið Íslands­met.

Íslands­met hans í grein­inni var 2:14,16 mín­út­ur en í und­an­rás­un­um í morg­un varð hann sjö­undi af átján kepp­end­um á 2:15,37 mín­út­um og tryggði sér þar með sæti í átta manna úr­slita­sund­inu.

Ró­bert hef­ur þar með lokið keppni á Ólymp­íu­mót­inu en þetta var hans þriðja og síðasta grein. Hann varð sjötti í 100 metra flugsundi, tí­undi í 100 metra bring­u­sundi og nú sjötti í 200 m fjórsundi.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here