fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirRagnar Nathanaelsson til Hauka

Ragnar Nathanaelsson til Hauka

Landsliðsmiðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur ákveðið að ganga til liðs við körfuknattleiksdeild Hauka og leika með liðinu næstu tvö tímabil.

„Raggi Nat, eins og flestir þekkja hann, er búinn að vera viðloðinn íslenska karlalandsliðið nú í dágóðan tíma og mun hann koma með ákveðna reynslu og vídd inn í Haukaliðið,” segir í tilkynningu frá Haukum.

„Ég er virkilega spenntur fyrir næsta tímabili hjá Haukum. Ég hef ég haft mikinn áhuga á að vera undir handleiðslu Israel Martins frá því hann byrjaði að þjálfa á Íslandi. Einnig er ég mjög spenntur að fá að vinna áfram með Sævaldi Bjarna,“ segir Ragnar og þrátt fyrir að hafa aldrei leikið með Haukum þekkir hann vel til leikmanna liðsins. „Ekki skemmir að ég þekki, að einhverju leyti, allan kjarnann. Ég hef verið í landsliðsverkefnun með þeim öllum, bæði unglinga- og A-landsliðs. Það er mikill metnaður hérna á Ásvöllum og ætlum við að gera tilkall í alla titla sem eru í boði. Ég get því ekki verið annað en sáttur með að hafa gengið til liðs við Hauka.“

Ragnar er 218 cm hár, fæddur 1991 og hóf feril sinn með Hamri í Hveragerði.

Israel Martin segist vera að fá reyndan leikmann í Ragnari og að hann muni hjálpa stóru yngri leikmönnum liðsins að vaxa og dafna. „Við erum að fá ákveðna reynslu í Ragnari og hann mun án efa hjálpa leikmönnum á borð við Breka og Yngva að vaxa og öðlast meiri reynslu. Þarna erum við komin með leikmann sem ver hringinn, tekur fráköst og ég er mjög glaður að hafa hann í Haukum. Við munum sjá vel um hann.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2