Tinna Hallbergsdóttir sækist eftir 4. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Tinna Hallbergsdóttir

Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi og meistaranemi gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer hinn 10. mars.

Tinna stundar meistaranám í stjórnun og stefnumótun hjá HÍ og hefur starfað hjá Viðlagatryggingu Íslands sem gæðafulltrúi síðan 2008. Hún hefur víðtæka reynslu, m.a. við gæða- og skjalastjórnun, hönnun og þróun upplýsingatæknikerfa, þátttöku í stefnumarkandi verkefnum, áhættustýringu, ritun samninga, þjálfun starfsmanna og innri úttektum.

Tinna situr í stjórnum Fram, félags sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá 2017,  Vorðboðans, félagi sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði frá 2018 og foreldrafélags Leikskólans Álfasteins frá 2012.

Tinna vill finna leið til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla, t.d. með því að innrita börn í leikskóla jafnt og þétt yfir árið og efla starf og traust á dagforeldra, t.d. með því að bærinn hafi utanumhald með skráningu barna hjá dagforeldrum, auka tíðni eftirlits og athuga hvort grundvöllur er fyrir samvinnu dagforeldra þegar kemur að veikindum þeirra, þannig að dagforeldrar hittist reglulega og þegar eitt þeirra veikist geti hinir dagforeldrarnir tekið að sér eitt barn hvert.

Tinna leggur áherslu á umhverfismálin og að fyrirtækin í Hafnarfirði séu hvött til að endurvinna plast í meira magni. Ennfremur vill hún sjá að hreinsun í fráveitum bæjarins verði efld, en með öflugri hreinsun er hægt að fanga um 99% af því plasti, þ.m.t. örplasti, sem rennur nú til sjávar í gegnum fráveitur bæjarins.

Hún telur það einnig afar mikilvægt að Hafnfirðingar haldi áfram á vegferð  ábyrgrar fjármálastjórnar bæjarins og að haldið verði áfram að þrýsta á stjórnvöld varðandi samgönguvandann sem snertir alla Hafnfirðinga.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here