fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkSjálfstæðisflokkurinn kynnti áherslur sýnar

Sjálfstæðisflokkurinn kynnti áherslur sýnar

Vilja efla þjónustu en lækka gjöld og álögur á íbúa

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði opnaði kosningaskrifstofu sína á Norðurbakka 1 sl. laugardag og kynnti áherslur flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar undir formerkjunum Höldum áfram – fyrir Hafnarfjörð.

„Við leggjum stolt fram okkar verk og þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Við vonumst til að fá stuðning kjósenda til að halda áfram á sömu braut við að efla þjónustu sveitarfélagsins og lækka álögur og gjöld á bæjarbúa,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. „Það eru fjölmörg tækifæri til að efla bæinn enn frekar og byggja upp á ýmsum sviðum til framtíðar og mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn fái áfram stuðning til að verða burðarafl í næstu bæjarstjórn eins og verið hefur.“

Helstu áherslur Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði eru að:

  • Tryggja að framkvæmdum verði lokið við tvöföldun Reykjanesbrautar og endurgerð gatnamóta við Setberg og Kaplakrika
  • Halda áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar bæjarfélagsins
  • Skipuleggja íbúðir með þjónustukjarna fyrir eldri borgara miðsvæðis á Völlum
  • Endurbyggja Suðurbæjarlaug og stórbæta aðstöðu þar
  • Lækka innritunaraldur barna í leikskóla úr 15 í 12 mánuði
  • Skipuleggja litlar íbúðir/smáhýsi í Hamranesi og tryggja nægt lóðaframboð
  • Halda áfram að lækka útsvar, fasteignaskatta og þjónustugjöld, með sérstakri áherslu á barnafjölskyldur
  • Leggja áherslu á uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlaða
  • Efla list-, og verkgreinar, nýsköpun og tækni í skólastarfi
  • Hækka frístundastyrki og efla frístundaakstur
  • Bæta aðstöðu til útivistar við Hvaleyrarvatn og Kaldársel
  • Leggja áherslu á líðan barna í skólum og snemmtæka íhlutun
  • Halda áfram að treysta fjárhag bæjarins og fjármagna framkvæmdir með eigin fé

Nánari upplýsingar um stefnu flokksins má finna á xdhafnarfjordur.is.

Efstu 6 á lista Sjálfstæðisflokksins eru:

  1. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs
  2. Kristinn Andersen, verkfr. og bæjarfulltrúi
  3. Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi
  4. Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi
  5. Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltr. og flugfreyja
  6. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2