fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirOpið bókhald Hafnarfjarðarbæjar ekki lengur opið - Uppfært

Opið bókhald Hafnarfjarðarbæjar ekki lengur opið – Uppfært

Nýjustu gögnin frá 2017

Í febrúar 2017 samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðarbæjar á fundi sínum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Capacent um lausn til þess að innleiða opið bókhald hjá sveitarfélaginu.

„Með  opnu bókhaldi gerum við fjárhagsgögn Hafnarfjarðarbæjar og lykiltölur úr rekstri ekki bara aðgengilegar á einfaldan máta fyrir alla áhugasama heldur mun framsetning gagna vera myndræn og til þess fallin að auka skilning og enn frekar þann áhuga sem er á rekstri bæjarins. Rekstur sveitarfélagsins er samstarfsverkefni allra hlutaðeigandi og mikilvægt að allir hafi rödd og tækifæri til að skilja og láta skoðanir sínar í ljós. Opið bókhald er mjög jákvætt skref fyrir okkur og mun án efa færa reksturinn nær samfélaginu og samfélagið nær okkur“ sagði Haraldur L. Haraldsson á vef bæjarins.

Var bókhaldið svo opnað síðar þetta ár og má nálgast það hér.

Hægt er að skoða hvert greiðslur bæjarins fara.

Nú horfir svo við að á meðan hægt er t.d. að skoða opið bókhald Reykjavíkurborgar alveg fram á mitt þetta ár, er aðeins hægt að skoða gögn frá 2015-2017 á vef Hafnarfjarðarbæjar.

Fjarðarfréttir hafa óskað eftir upplýsingum frá fjármálastjóra en svar hefur ekki borist. Fréttin verður uppfærð þegar svar berst.

Uppfært

Gögnin birtust á ný 6. nóvember. Við uppfærslu á bókhaldskerfi bæjarins hafði tenging við þessa þjónustu rofnað og tók nokkurn tíma að koma henni á aftur.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2