fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimFréttirPólitíkKristinn sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Kristinn sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi og verkfræðingur, býður sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði til að skipa áfram 2. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar, en prófkjörið fer fram laugardaginn 10. mars.

Kristinn hefur setið í bæjarráði, umhverfis- og framkvæmdaráði og fjölskylduráði á þessu kjörtímabili. Hann leggur áherslu á að styrkja áfram rekstur og fjármál Hafnarfjarðarbæjar, bætta þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki og dregið verði enn frekar úr álögum og gjöldum með hagræðingum og umbótum í rekstri. Þá leggur hann áherslu á menningu og mannlíf í Hafnarfirði, áframhaldandi eflingu í fræðslumálum og mikilvægi góðrar menntunar í atvinnulífi 21. aldarinnar.

Kristinn er 59 ára og starfar sem verkfræðiprófessor við Háskóla Íslands, en áður starfaði hann yfir 20 ár við rannsóknir og tækniþróun hjá Marel. Hann lauk verkfræðiprófi frá Háskóla Íslands og meistara- og doktorsprófi frá Vanderbilt háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann stofnaði og starfrækti verkfræðifyrirtæki ásamt öðrum með námi.

Hann var formaður Verkfræðingafélags Íslands 2011-2016 og formaður Íslandsdeildar alþjóðlega verkfræðingafélagsins IEEE 2003-2007. Hann hefur komið að margvíslegum ráðgjafarstörfum og stuðningi við tæknifyrirtæki og sprota í atvinnulífinu hérlendis sem erlendis.

Kristinn hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, var m.a. formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði 1999‑2004, sat í kjördæmisráði suðvesturkjördæmis og hefur gegnt formennsku menntamála- og allsherjarnefndar Sjálfstæðisflokksins.

Eiginkona Kristins er Þuríður Erla Halldórsdóttir, hárgreiðslumeistari, og þau eiga tvo syni, 29 og 23 ára.

Tilkynning

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2