fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirPólitíkHelga Ingólfsdóttir sækist eftir 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Helga Ingólfsdóttir sækist eftir 3. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

 

Helga Ingólfsdóttir, bókari og bæjarfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 10. Mars næstkomandi.

Helga hefur verið formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og varaformaður fjölskylduráðs á líðandi kjörtímabili.  Hún er formaður verkefnastjórnar um byggingu nýs hjúkrunarheimilis að Sólvangi og hefur auk þess komið að fjölmörgum stefnumarkandi verkefnum á kjörtímabilinu.

Helstu áherslumál Helgu eru:

Traust og ábyrg fjármálastjórn með skynsemi að leiðarljósi er lykilatriði. Einnig góð umgjörð og aðstaða nemenda og starfsfólks grunn- og leikskóla ásamt því að styðja við öflugt starf íþrótta- og tómstundafélaga. „Mér finnst mikilvægt að í boði sé leikskóli fyrir öll börn frá 1. árs aldri og ég legg áherslu á að samþætta íþróttaiðkun barna með skólastarfi og minnka skutl foreldra“. Við þurfum greiðar samgöngur með áherslu á öryggi og val íbúa um ferðamáta og að umhverfismál verði sett í forgang í öllum málaflokkum. Tryggja þarf að lóðaframboð til íbúðauppbyggingar sé á hverjum tíma í samræmi við  íbúafjölgun og eftirspurn. Stuðningur við eldri borgara eftir starfslok þarf að vera margskonar og mæta ólíkum þörfum þessa hóps. Fjölga þarf búsetuúrræðum og atvinnutækifærum fyrir fatlað fólk. Áfram verði fjölgað íbúðum í félagslega kerfinu til stuðnings fyrir tekjulægri.

Helga hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngu árabili. Hún var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði og varaformaður kjördæmisráðs SV kjördæmis 2007-2010. Hún situr í efnahags og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins.  Helga hefur verið í stjórn VR frá 2013 og varaformaður frá 2017.

„Ég hef brennandi áhuga á sveitarstjórnarmálum og vil bjóða fram krafta mína og reynslu til að vinna áfram að hagsmunamálum Hafnfirðinga á næsta kjörtímabili“.

 

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2