fbpx
Miðvikudagur, desember 4, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkHaraldur R. Ingvason sigraði í prófkjöri Pírata

Haraldur R. Ingvason sigraði í prófkjöri Pírata

Píratar hafa lokið prófkjöri sínu í Hafnarfirði og raðaði flokksfólk af öllu landinu á framboðslistann. Haraldur R. Ingvason líffræðingur verður oddviti listans í sveitarstjórnarkosningum 2022

  1. Haraldur R. Ingvason
  2. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
  3. Albert Svan Sigurðsson
  4. Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir
  5. Phoenix Jessica Ramos.

„Frambjóðendahópurinn er samstilltur býst við góðu fylgi Pírata í Hafnarfirði eins og skoðanakannanir sýna, enda Píratar líklegastir til að koma með ferska vinda í segl bæjarins. Helstu málaflokkar Pírata fyrir utan aukinn einstaklingsrétt, gagnsæi og lýðræði eru betri kjör fyrir þá hafnfirðinga sem hafa orðið útundan í stjórnsýslu bæjarins,” segir í tikynnongu frá flokknum.

„Píratar munu tala fyrir bættum tómstundaúrræðum fyrir börn og unglinga, eflingu á list, hönnun og smásölu, úrbótum í málum leikskóla og leikskólakennara, samgönguúrbótum í takt við fólksfjölgun og viðhaldi grænna svæða í Hafnarfirði, því ljóst er að samhliða fjölgun íbúa þarf að styrkja þjónustuinnviði fyrir fólkið. Píratar stefna að því að bæta úr ýmsu í bæjarstjórn í Hafnarfirði.”

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2