fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirPólitíkGuðbjörg Oddný sækist eftir 3. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum

Guðbjörg Oddný sækist eftir 3. sætinu hjá Sjálfstæðisflokknum

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Guðbjörg Oddný er uppalin í Hafnarfirði, fædd 5. febrúar 1985 og er gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi og eiga þau þrjú börn.

„Það er frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og vil ég leggja mitt af mörkum til að svo verði áfram. Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar,“ segir Guðbjörg í tilkynningu.

„Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof.“  

Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og var fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og er varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi.

Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna.

Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2