fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimFréttirPólitíkBæjarfulltrúi snupraður af bæjarstjóra í bæjarráði

Bæjarfulltrúi snupraður af bæjarstjóra í bæjarráði

Bæjarstjóri harmar málflutning Sverris Garðarssonar bæjarfulltúra Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði eftir að Sverrir lagði fram eftirfarandi bókun í bæjarráði í gær.

„Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna gerir athugsemd við að embættismenn bæjarins skuli ekki láta kjörnum fulltrúum það eftir að taka afstöðu til samstarfs um félagslegt leiguhúsnæði, m.a. þess hvernig væntanlegum framlögum bæjarins verður háttað. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að bæjarstjórn ber ekki aðeins ríka ábyrgð á húsnæðisúrræðum, bæði pólitískt og lögformlega, heldur eru tilboð um mótframlög nýtilkomin og umfjöllun um þau enn á byrjunarstigi.“

Lagði hann fram bókunina vegna svara sem embættismenn bæjarins hafa veitt varðandi samvinnu um uppbyggingu félagslegs leighúsnæðis.

Bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, harmaði málflutning Sverris í bókun sem bæjarstjóri, embættismaður bæjarins, lagði fram:

„Samkvæmt þeim tölvupóstsamskiptum sem ég las upp á fundinum við Brynju kemur ekkert það fram sem styður það sem haldið er fram í bókun áheyrnarfulltrúans og ég harma málflutning af þessu tagi.“

Undir næsta lið á fundi bæjarráðs lagði Sverrir svo fram eftirfarandi spurningar:

  1. Hver er heildarfjöldi umsókna eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá bænum og hve margar eru frá örorkulífeyrisþegum? Brýnt er að fá þessar upplýsingar þegar í stað.
  2. Hver hefur fjöldi umsókna verið í árslok síðustu 5 árin?
  3. Hve margir einstaklingar eru á bak við heildarfjölda umsókna, þ.m.t. börn undir 18 ára aldri?
  4. Hvað er talið að margir búi nú í félagslegum leiguíbúðum á vegum bæjarins og hve margar eru þær í dag?

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2