fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimFréttirPólitíkAdda María krefur Inga Tómasson um afsökunarbeiðni

Adda María krefur Inga Tómasson um afsökunarbeiðni

Ingi ætlar ekki að fylgja eftir ásökunum sínum með erindi til forsetanefndar

Rétt í þessu svaraði Ingi Tómasson bæjarfulltrúi fyrirspurn Öddu Maríu Jóhannsdóttur bæjarfulltrúa um það hvort hann ætlaði að fylgja eftir ásökunum sínum á síðasta bæjarstjórnarfundi um að Adda María og fulltrúar minnihlutans hefðu brotið siðareglur.

Svarði hann einfaldlega: „nei“.

Adda María krafði hann þá um afsökunarbeiðni þar sem ásakanir hans lægju ennþá í loftinu. Svaraði Ingi engu og óskaði Adda María þá eftir að fá að ræða við forseta bæjarstjórnar um framhald málsins en hún vildi að forsetanefndin tæki málið fyrir.

Ásakanir án afleiðinga? Adda María ósátt með Inga Tómasson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2