fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirPólitík43 sóttu um starf sviðsstjóra nýs sviðs hjá Hafnarfjarðarbæ

43 sóttu um starf sviðsstjóra nýs sviðs hjá Hafnarfjarðarbæ

Nýtt svið á að samhæfa þjónustu sveitarfélagsins

Hafnarfjarðarbær auglýsti nýlega stöðu sviðsstjóra á nýju sviði þjónustu og þróunar.

Í stjórnsýsluúttekt sem Capacent gerði fyrir Hafnarfjarðar sagði m.a. að það skorti á heildarsýn og samhæfingu á þjónustuveitingu hjá sveitarfélaginu. Meðal lausna var að koma á nýju stoðsviði, „þjónustu- og þróunarsviði“ sem fengi það hlutverk að samhæfa þjónustu sveitarfélagsins og auka við þjónustu sem leysa má í þjónustuveri eða stafrænt. Sviðið á að bera ábyrgð á því að endurskoða núverandi þjónustuferla og endurhanna út frá þörfum og sjónarhóli þeirra sem þjónustuna nota og gera þá stafræna til að auka yfirsýn yfir þjónustuþætti Hafnarfjarðarbæjar. Sviðið á að bera ábyrgð á þróun á rafrænni þjónustu en lítil áhersla var sögð hafa verið á slíka þróun.

43 einstaklingar sækja um stöðuna en 5 höfðu dregið umsókn sína til baka.

  1. Alda Karen Svavarsdóttir, forstöðumaður
  2. Anna Lísa Rúnarsdóttir, sviðsstjóri
  3. Arnar Ægisson, stjórnendaráðgjafi
  4. Axel Gunnlaugsson, forstöðumaður
  5. Ásbjörn Þór Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri
  6. Áslaug Guðjónsdóttir, verkefnastjóri
  7. Bjarghildur Finnsdóttir, verkefnastjóri
  8. Bjargmundur Jónsson, verkfræðingur
  9. Bryndís Bjarnarson, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi
  10. Daði Rúnar Pétursson, verkefnastjóri
  11. Elísabet Inga Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri
  12. Gísli Ólafsson, tæknistjóri
  13. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri
  14. Hafsteinn Viktorsson, framkvæmdastjóri
  15. Haukur Agnarsson, forstöðumaður
  16. Heimir Snær Guðmundsson, ritstjóri og handritshöfundur
  17. Hildur Markúsdóttir , verkefnastjóri
  18. Hilmar Þórðarson, sviðsstjóri
  19. Heiðar Gíslason, forstöðumaður
  20. Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri
  21. Jason Már Bergsteinsson, þjónustustjóri
  22. Jóel Hjálmarsson, fyrrv. hótelstjóri
  23. Kári Jóhannsson, Head of commercials
  24. Kristbergur Steinarsson, viðskiptafræðingur
  25. Kristín Dögg Höskuldsdóttir, mannauðsstjóri
  26. María Rúnarsdóttir, formaður
  27. Ólafur Ingþórsson, rekstrarverkfræðingur
  28. Ólína Laxdal, sölustjóri
  29. Pétur Þór Jakobsson, flugliði
  30. Rakel Sölvadóttir, verkefnastjóri
  31. Rósa Matthildur Guttormsdóttir, viðskiptastjóri
  32. Rúnar Júlíusson, tækni, og verkefnastjóri
  33. Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri
  34. Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri
  35. Sigurjón Ólafsson, ráðgjafi
  36. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir, lögfræðingur
  37. Svavar Svavarsson, ráðgjafi
  38. Sævar Bjarnason, forstöðumaður
  39. Tinna Hallbergsdóttir, gæða, og þjónustustjóri
  40. Tómas Kristjánsson, viðskiptalögfræðingur
  41. Úlfar Þór Marínósson, framkvæmdastjóri
  42. Vala Magnúsdóttir, deildarstjóri
  43. Þóra Pálsdóttir, forstöðumaður

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2