fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÖrtröð er ný verslun Krónunnar var opnuð

Örtröð er ný verslun Krónunnar var opnuð

Glæsilegasta krónuverslunin

Ný verslun Krónunnar var opnuð á horni Flatahrauns og Fjarðarhrauns í morgun kl. 9 og voru biðraðir fyrir utan verslunina í nokkurn tíma. Fjöldi góðra tilboða heillaði fólk og virtist fólk einnig vera mjög ánægt með vöruúrvalið.

Þórarinn Ingi Ólafsson, framskvæmdastjóri fasteignasviðs Festis, eigenda Krónunnar, segir þetta vera fyrstu Krónuverslunina sem gerð er frá grunni eftir að Festi keypti Krónuna fyrir tveimur árum. Markmiðið hafi verið að gera búðina aðlaðandi og bjarta auk þess sem sérstaklega var hugað að orkusparnaði og að minnka sóun á matvælum. Þá segir hann að sérstakleg hafi verið lögð áhersla á nývöru en hlutfall hennar hefur aukist mjög mikið.

Skannaðu kjötið og fáðu upplýsingar um bónda og býli!

Meðal nýjunga má nefna að Fjallalamb á Kópaskeri býður nú upp á að viðskiptavinir geti skannað vörur Fjallalambs í verslunni með snjallsímum sínum og fengið allar upplýsingar um bónda og býli og jafnvel mynd af bóndanum!

Krónan opnar-13
Thomas Möller í Rými afhendir Einari H. Ármannssyni verslunarstjóra blóm í tilefni af opnunni.

Stanslaus umferð var að versluninni fram yfir hádegi og starfsfólk hafði í nógu að snúast við að bæta í hillur og þjónusta viðskiptavini.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2