Nýr viðlegukantur á Háabakka að verða tilbúinn

Dekki steypt á Háabakka. Rússatogarar í baksýn.

Í gær var verið að steypa bryggjudekkið við nýja viðlegukantinn á Háabakka en þar er gert ráð fyrir að skip Hafrannsóknarstofnunar muni leggjast að. Er þá kominn um helmingur af þekjunni og á næstu vikum verður steypuvinni lokið.

Áætlaður heildarkostnaður er um 300 millj. kr. með öllum frágangi.

Eftir er að gera trébryggju sem tengist Flensborgarbryggju en hafnarstjórn samþykkti að ganga til samninga um kaup á harðviði í bryggjusmíðina við lægstbjóðanda, Wijma Kampen BV sem bauð 32,3 milljónir kr.

Nýi viðlegukanturinn á Háabakka.

Tvö önnur tilboð bárust, frá RJR Ltd. sem bauð 34,9 milljónir kr. og 48,1 milljón kr. frá Efnissölunni.

Ummæli

Ummæli