
Samkeppnin um rafhlöður í bíla hefur verið mjög hörð og undanfarið hefur virst sem Tesla hafi þar haft mikla yfirburði.
General Motors kynnti í gær nýja rafhlöðu í rafbíla, 50-200 kWh, sem gæti gefið drægni upp á 600 km eða meira. Það sem vekur athygli er að þeir segja að það sé mun ódýrara að framleiða þessa rafhlöðu en þær sem eru á markaðnum í dag.
Rafhlaða GM sem þeir nefna Ultium er sérstök vegna stærðar sinnar. Kassalöguðum sellum er hægt að hlaða bæði lóðrétt og lárétt í rafhlöðustæðu. Það gefur hönnuðum möguleika á að aðlaga rafhlöðurnar að ýmsum kröfum og tegund ökutækja.
Reiknar GM með að þessi nýja rafhlaða muni kosta undir 100 dollurum á hverja kílóvattstund sem getur þá lækkað verð á rafbílum og aukið samkeppnishæfni þeirra gagnvart bensínbílum verulega. Kostnaður við rafhlöður í bíla er stærsti kostnaður við rafbíla í dag og er áætlaður nálægt 150 dollurum á kWh.
Ástæða verðlækkunarinnar er m.a. sú að GM minnkar notkun á kóbalti verulega en eykur notkun á nikkel í staðinn í þessum kassalaga sellum sem þurfa mun minna af tengivírum en rörlaga rafhlöður.
Stefnir fyrirtækið á að framleiðsla rafhlaðnanna hefjist haustið 2021 en þær verða framleiddar í Ohio í bandaríkjunum í nýrri risa verksmiðju.
Sjá má tilkynningu General Motors hér.