fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirNý lóð í Áslandi 4 nær inn yfir skráðar minjar

Ný lóð í Áslandi 4 nær inn yfir skráðar minjar

Lóðin Mógrafaraás 6 í Áslandi 4 nær inn yfir skráðar minjar, áberandi stríðsminjar. Ef deiliskipulag af svæðinu sem samþykkt var í bæjarstjórn 4. maí 2022 er skoðað er ekki að finna neinar minjar á svæðinu.

Fjórar minjar er þó að finna á kortavef bæjarins og vekur upp spurningar hvers vegna þær séu ekki merktar inn á nýtt skipulag af svæðinu.

Stutt er síðan Fjarðarfréttir greindi frá því að minjar hafi verið eyðilagðar í Hamraneshverfinu, skráðar minjar sem Minjastofnun hafi sérstaklega bent á við breytingu á aðalskipulagi vegna breytinga í hverfinu.

Minjarnar eru merktar með grænum stöfum

Sigurður Haraldsson, sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbær sagði í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta að þar á bæ hafi verið tekið eftir að lóðin næði inn á minjar og skipulagshöfundar hafi verið beðnir um að skoða þetta og breyta.

Skoða má skráðar minjar (flestar) á map.is/hafnarfjordur og velja þarf „Fornleifar“ sem er undir „Skipulag“. Til að sjá götur og lóðir þarf að velja „Lóðarmörk“ og „Byggingarreitir“ undir „Fasteignir“ og „Götur“ undir „Samgöngur og framkvæmdir“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2