fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirNú þarf að skila plasti á grenndar- eða endurvinnslustöðvar

Nú þarf að skila plasti á grenndar- eða endurvinnslustöðvar

Vegna COVID-19 veikinnar er plast ekki blásið frá öðru heimilissorpi hjá Sorpu

Umhverfisstofnun hefur eftir samráð við sóttvarnarlækni lagt til að flokkun úrgangs með loftblæstri verði hætt tímabundið til að draga úr smithættu vegna Covid-19 veikinnar.

Það þýðir að ekki má nýta vindflokkara fyrir plast í pokum í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu á meðan þetta ástand varir.

Á þetta við um vindflokkarann Kára sem notaður er til að flokka plast í pokum frá heimilisúrgangi í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar þar til tilkynnt verður um annað.

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2