Norsk Hydro hefur gert bindandi kauptilboð í álverið í Straumsvík

Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor

Álver Rio Tinto í Straumsvík

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor.

Norsk Hydro hefur lagt fram skuldbindandi tilboð um að kaupa álverksmiðju Rio Tinto, Rio Tinto á Íslandi hf. (ÍSAL), 53% hlut Rio Tinto í hollensku skaut­verksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam B.V. (Aluchemie), og 50% hlut í sænsku ál-flúoríð verksmiðjunni Alufluor AB (Alufluor) fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali, með fyrirvara um aðlögun kaupverðs eftir lúkningu viðskiptanna.

Í samræmi við ákvæði hollenskra og franskra laga virkjar tilboð Hydro lögboðið samráðsferli við starfsmenn Rio Tinto og aðra hagsmunaaðila. Að því gefnu að samráðsferli verði árangursríkt, og samþykki samkeppnis­yfirvalda Evrópu­sambandsins fáist, er gert ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið á öðrum ársfjórðungi  2018. Við það verða ÍSAL, Aluchemie og Alufluor hluti af starfsemi Hydro á heimsvísu.

Helstu forsendur

Styrkir leiðandi stöðu í Evrópu: ISAL framleiðir 210.000 tonn af fljótanda málmi og samtals 230.000 tonn af þrýstimótunar stöngum fyrir evrópska húsnæðis-, byggingar- og flutningsgeirann, í nýlegum steypuskála sem býr yfir nákvæmum úthljóðs (ultrasonic) greiningarbúnaði. Þetta mun ennfremur styrkja stöðu Hydro sem fyrsta valkost og leiðandi birgi fyrir þrýstimótunar hleifa í Evrópu.

Endurnýjanleg orka:  Hydro er í fararbroddi meðal álframleiðenda í heiminum þegar kemur að endur­nýjanlegri orku. Með 210.000 tonn af áli úr endurnýjanlegri orku hjá ISAL aukast heildarafköst Hydro í hráálframleiðslu upp í 2,4 milljón tonn árið 2018 og hlutfall af framleiðslu sem unnið er með endurnýjanlegri orku fer yfir 70 prósent.

Svein Richard Brandtzæg, forstjóri Norsk Hydro

Samþætt virðiskeðja; Viðskiptin styrkja stefnu Hydro um að vera fullkomlega samþættur álframleiðandi, með traustan eignagrunn, sveigjanlegt eignasafn og sjálfbæra starfsemi á heimsvísu.
„Tilboðið endurspeglar sterka trú okkar á áli, sem er sá málmur sem er í hvað sterkastri sókn á heimsvísu. Að taka þátt á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði í að skapa verðmæti í þessari sókn og ýta undir sjálfbærar aðferðir í rekstri okkar á heimsvísu“ er haft eftir Svein Richard Brandtzæg, forstjóra Hydro.

Hydro gerir ráð fyrir samlegðaráhrifum að því er varðar tækniframþróun, hámarksnýtingu á skautasafni, flutningum og meðhöndlun. Verksmiðja ISAL nýtir sömu tækni og verksmiðja Hydro í Husnes í Noregi, þar sem Hydro tilkynnti fyrir skömmu um enduropnun og tækniuppfærslu á annarri rafgreiningarlínu þeirrar verksmiðju.

„Við sjáum mikla mögulega í því að samnýta hæfni og tækni í álverksmiðjum okkar. Við rekum nú tilraunaverksmiðju í Noregi sem stefnir á að verða sú álframleiðsla í heiminum sem nýtir orkuna best og hefur minnst áhrif á loftslagið. Þessi nýsköpun mun dreifast til annarra verksmiðja Hydro og ISAL mun, sem hluti af samsteypu Hydro, njóta góðs af slíkri tækni og þekkingu“ er haft eftir Hilde Merete Aasheim, yfirmanni hrámálma­viðskiptasviðs Hydro.

Helstu atriði:

ISAL:

 • Leiðandi framleiðandi þrýstimótunar hleifa fyrir evrópska húsnæðis-, byggingar- og flutningsgeirann
 • Framleiðir um það bil 210.000 tonn af fljótandi hrááli á ári og samtals 230.000 tonn af þrýstimótunar stöngum
 • Langtíma vatnsaflsorkusamningur sem rennur út árið 2036
 • Umtalsverðar uppfærslur á liðnum árum, m.a. endurfóðrun kera, ný meðhöndlunarmiðstöð lofttegunda og steypuskáli byggður í samræmi við nýjustu tækni.
 • Þýðingarmikil landfræðileg staða með skilvirka flutninga.

Aluchemie:

 • Leiðandi framleiðandi rafskauta í Evrópu, staðsett í Rotterdam, Hollandi
 • Framleiðir um það bil 340.000 tonn af rafskautum á ári.
 • Hagstæð flutningsskilyrði fyrir aðföng
 • Nú í eigu Rio Tinto (53,3%) og Hydro (46,7%).

Alufluor:

 • Leiðandi framleiðandi ál-flúoríðs með háan hreinleikastuðul, staðsett í Helsingborg, Svíþjóð
 • Ál-flúoríð er notað í framleiðsluferli hrááls
 • Nú í eigu Rio Tinto (50%) og Yara International (50%)

Norsk Hydro er fullkomlega samþætt álfyrirtæki með 35.000 starfsmenn í 40 löndum í öllum heimsálfum, sem sameinar staðbundna þekkingu, drægni um allan heim og óviðjafnanlega hæfni í rannsóknum og þróun. Til viðbótar við að framleiða hráál, valsaðar og þrýstimótaðar vörur og endurvinnslu, vinnur Hydro einnig báxít, hreinsar súrál og framleiðir orku sem gerir það að eina 360° fyrirtækinu í áliðnaðinum í heiminum. Hydro er sýnilegt á öllum markaðssviðum áls, með sölu- og viðskiptastarfsemi í allri virðiskeðjunni og sinnir meira en 30.000 viðskiptavinum. Hydro er með aðsetur í Noregi og er rótgróið með reynslu af endurnýjanlegri orku, tækni og framþróun sem spannar meira en öld, og skuldbindur sig til að styrkja arðvænleika viðskiptavina sinna og samfélaga, með því að móta sjálfbæra framtíð með nýsköpun á sviði állausna.

Ummæli

Ummæli