Norsk Hydro hefur gert bindandi kauptilboð í álverið í Straumsvík

Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor

Álver Rio Tinto í Straumsvík

Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor.

Norsk Hydro hefur lagt fram skuldbindandi tilboð um að kaupa álverksmiðju Rio Tinto, Rio Tinto á Íslandi hf. (ÍSAL), 53% hlut Rio Tinto í hollensku skaut­verksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam B.V. (Aluchemie), og 50% hlut í sænsku ál-flúoríð verksmiðjunni Alufluor AB (Alufluor) fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali, með fyrirvara um aðlögun kaupverðs eftir lúkningu viðskiptanna.

Í samræmi við ákvæði hollenskra og franskra laga virkjar tilboð Hydro lögboðið samráðsferli við starfsmenn Rio Tinto og aðra hagsmunaaðila. Að því gefnu að samráðsferli verði árangursríkt, og samþykki samkeppnis­yfirvalda Evrópu­sambandsins fáist, er gert ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið á öðrum ársfjórðungi  2018. Við það verða ÍSAL, Aluchemie og Alufluor hluti af starfsemi Hydro á heimsvísu.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here