fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirNemendur Víðistaðaskóla gáfu iðjuþjálfunarklúta fyrir fólk með heilabilun

Nemendur Víðistaðaskóla gáfu iðjuþjálfunarklúta fyrir fólk með heilabilun

Stefán Helgi Stefánsson og Margrét Sesselja Magnúsdóttir hafa undanfarin 16 ár heimsótt lokaðar alzheimerdeildir.

Þangað hafa hafa þau farið með söngskemmtun þar sem Stefán Helgi tenórsöngvari hefur sungið gömul og góð íslensk og hafa þau fært heimilisfólki þjálfunarklúta sem Margrét Sesselja saumar. Er þau þekkt undir heitinu Elligleði.

Kristín Högna Garðarsdóttir kennari við Víðistaðaskóla frétti af þessu verkefni og vildi leggja því lið. Hún hefur undanfarin ár kennt áfanga við skólann þar sem nemendur hanna og sauma svona iðjuþjálfunarklúta fyrir fólk með heilabilun.

Hópurinn fór saman á Hrafnistu í Hafnarfirði á dögunum og færði Magnfríði Sigríði Sigurðardóttur, deildarstjóra iðjuþjálfunar á Hrafnistu klúta, fyrir fólkið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2