fbpx
Þriðjudagur, febrúar 27, 2024
HeimFréttirNemendur Skarðshlíðarskóla fóru hundruðustu „Míluna“

Nemendur Skarðshlíðarskóla fóru hundruðustu „Míluna“

Daglega fara allir nemendur út í 15 mínútur og ganga eða hlaupa

Síðasta miðvikudag hlupu nemendur og starfsfólk Skarðshlíðarskóla Míluna í eitt hundr­aðasta sinn. Verkefnið er að skoskri fyrirmynd sem heitir „The Daily Mile“ en um 5000 skólar víðs vegar um heiminn eru þátttakendur í verkefninu en Skarðshlíðarskóli er fyrsti og eini íslenski skólinn sem tekur þátt.

Í tilefni tímamótanna tóku ýmsir fleiri þátt þennan dag og þarna mátti sjá Rósu Guð­bjartsdóttur bæjarstjóra á hlaup­um, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúa og Þórdísi Gísladóttur, fyrrum há­stökkvara og lektor í HÍ í deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda en hún heimsótti nokkra bekki og hvatti fólk til dáða fyrr um morguninn.

Rannsóknir hafa sýnt fram á mikinn ávinning fyrir alla með þessari einföldu leið. Má þar nefna betri líðan, aukið sjálf­s­traust, betri einbeitingu, betri samskipti, minni streitu og kvíða og aukna þrautseigju. Auk þess er þetta öflug leið til að bregðast við offitu og kyrr­setu.

„Það er til mikils að vinna og við erum nú þegar farin að sjá mikinn árangur efir að hafa farið í Míluna hundrað sinn­um,“ segir Kristín Laufey Reynisdóttir deildarstjóri í Skarðshlíðarskóla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2