Myrkur í Setberginu

Engin vandræði þótt ljóslaust væri

Hlíðarberg við Setbergsskóla. Ljósmynd: Guðni Gíslason

Aðfararnótt miðvikudags var dökk aðkoma í Setbergið en slökkt var á öllum götuljósum. Sumum fannst þetta flott, ekki síst yngri kynslóðinni sem aldrei hafði upplifað myrkur inni í bæ. Ekki var leitað eftir ástæðu þess að myrkvað var og ekki er vitað að ljósleysið hafi valdið neinum vandræðum