Mynd dagsins er tekin á Strandgötu, neðan við Hafnarfjarðarkirkju. Þá náði Strandgatan að Hamrinum en þar tók Suðurgata við. Sjá má Álfafell til hægri og gamla barnaskólann og Ásmundarbakarí til vinstri. Framundan er Illabrekka, en sá hluti Suðurgötu þar sem brekkan var bröttust við Selvogsgötu, hafði það viðurnefni. Síðan var Suðurgatan færð upp fyrir gamla barnaskólann og brekkan varð ekki eins brött og áður. Hliðið sem sést til vinstri er kirkjuhlið Hafnarfjarðarkirkju. Áður var Suðurgatan eina gatan út úr bænum til Suðurnesja áður en akfær vegur var gerður undir Vesturhamrinum sem fékk nafnið Strandgata.
Mydina tók Gunnar Bjarnason af skátafélögum sínum halda í skrúðgöngu.
Ekki er vitað hvenær myndin var tekin og væri gaman ef fólk gæti upplýst nánar um myndefnið og tímann.