Mynd dagsins er tekin við Lækjarskóla. Á myndinni má sjá nokkra þekkta Hafnfirðinga, Egil Strange, Berg Jónsson, Elsu Kristinsdóttur, Önnu Strange og Gunnhildi B. Þorsteinsdóttur og Albert J. Kristinsson við bílinn sinn, Ford Cortinu sem var geysilega vinsæll bíll á þessum tíma.
Voru þau meðal þeirra sem voru að halda í ferð norður í land með St. Georgsgildinu í Hafnarfirði, félagi eldri skáta.
Ljósmynd: Eiríkur Jóhannesson.


