fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimFréttirMynd dagsins - Drafnarslippur

Mynd dagsins – Drafnarslippur

Bátasmíði og viðgerðir hafa verið snar þáttur í bæjarmynd Hafnarfjarðar síðustu öld og jafnvel um aldir. Nú er bátasmíði lítt áberandi en eingöngu eru hér í bæ smíðaðir plastbátar innanhúss. Ekki skal gera lítið úr þeirri bátasmíði og flestir bátanna eru öflugir bátar sem margir eru seldir til útlanda. Skipaviðgerðir fara fram í skipakvíum og við bryggju en eina dráttarbrautin sem eftir er í bænum er gamla dráttarbrautin í Drafnarslippnum sem má muna fífil sinn fegri. Nokkuð er síðan skip var dregið þar á land og bæjarbúar muna líflegt starf við skipin í dráttarbrautinni.

Mynd dagsins er tekin í Drafnarslipp er tekin 1976 þegar enn var nokkuð öflug starfsemi í Skipasmíðastöðinni Dröfn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2