fbpx
Miðvikudagur, apríl 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMikil ásókn í skötuna

Mikil ásókn í skötuna

Skatan nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda að sögn Tómasar Ágústssonar í Fiskbúðinni Trönuhrauni sem er ein fárra sem býður upp á kæsta skötu allt árið um kring.

Skata
Skata

Skatan hjá þeim feðgum er rómuð fyrir gæði en mesta salan var í gær. Segir Tómas að salan sé álíka mikil frá ári til árs og gríðarlegt magn fari á diska bæjarbúa og víðar. Í Fiskbúðinni Trönuhrauni er seld mild skata, sterk og mjög sterk en sú er bara kæst en ekkert söltuð. Hamsatólgin tilheyrir með skötunni sem og kartöflur og jafnvel rófur. Rúgbrauð er svo líka ómissandi fyrir áhugafólk um skötu.

Það er því víða skötuilmur á hafnfirskum heimilum á Þorláksmessu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2