fbpx
Sunnudagur, apríl 14, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífUpplýstar gínur við listaverkin á Víðistaðatúni

Upplýstar gínur við listaverkin á Víðistaðatúni

Innsetning Ingvars Björns, Tourist, á Víðistaðatúni gladdi þá sem sáu

Hafnfirski listamaðurinn Ingvar Björn setti upp sýninguna Tourist á Víði­staðatúni að kvöldi Sumardagsins fyrsta en sýningin var hluti af Björtum dögum. Tourist er margþætt verk sem bæði byggist upp á innsetn­ingu, skúlptúr og tónlist.

Vildi hann með innsetningunni fá bæjarbúa til að koma í höggmyndagarðinn Víðistaða­tún og njóta fegurðar sem garðurinn býður upp á. Haðfi Ingvar sett gínur við listaverkin í garðinum sem hann hafði málað á texta sem er á kín­versku, ensku og íslensku um íslenska náttúru en gínurnar og listaverkin voru lýst upp á skemmti­legan hátt. Þá mátti heyra náttúruhjóð víðs vegar um garðinn með náttúruhljóðum til þess að auka á upplifunina.

Ingvar telur að í list séu engin landamæri og að íslenska náttúran geti sameinað mismunandi þjóðerni. Því feg­urðin og fjölbreytileikinn standi alltaf upp úr þegar kemur að náttúru Íslands.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta fór um garðinn, upplifði og tók meðfylgjandi ljósmyndir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2