fbpx
Laugardagur, apríl 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífUngir lestrarhestar í Hafnarfirði fjölmenna á bókasafnið

Ungir lestrarhestar í Hafnarfirði fjölmenna á bókasafnið

Sumarlestur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Sumarlestur nefnist lestrarátak Bókasafns Hafnarfjarðar yfir sumartímann fyrir börn og unglinga en tilgangurinn með átakinu er að hvetja börn til yndislesturs yfir sumarið og viðhalda þannig og auka við þá lestrarfærni sem þau hafa tileinkað sér í skólanum.

Nú þegar hafa hátt í 400 börn og unglingar skráð sig til leiks í Sumarlesturinn.

Þátttakendur mæta á bókasafnið og fá þá afhenta lestrardagbók þar sem þau skrá niður þær bækur sem þau lesa á meðan á Sumarlestrinum stendur. Eins fá þau umsagnarmiða fyrir hverja bók, hljóðbók, teiknimyndasögu eða tímarit sem þau lesa en hann er í senn happdrættismiði í vikulegum útdrætti á Lestrarhesti vikunnar. Lestrarhestar vikunnar hingað til eru Rebekka Rún (7 ára), Arnþrúður Karen (9 ára), Hlynur (8 ára), Viktor (8 ára), Heiðrún Vala (9 ára) og Nína (9 ára). Voru þau öll verðlaunuð með bók.

Sumarlesturinn stendur yfir frá 1. júní til 31. ágúst en þann 10. september verður svo haldin uppskeruhátíð Sumarlestursins.

Þangað mæta þátttakendur með lestrardagbókina sína sem sett verður í pott og dregnir verða út vinningar. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, stuð og stemningu og jafnvel mun leynigestur kíkja í heimsókn til okkar á safnið þann daginn. Nánari dagskrá uppskeruhátíðarinnar verður auglýst þegar nær dregur og því um að gera að fylgjast með heimasíðu og facebook síðu safnsins.

Börn og unglingar í Hafnarfirði eru hvattir til að kíkja við á bókasafninu og næla sér í lestrardagbók!

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2