Tillögur um lífsgæðasetur í St. Jósefsspítala

Húsnæði gamla St. Jósefsspítala

Í nóvember sl. samþykkti bæjarráð að fela starfshópi um notkun húsnæðis St. Jósefsspítala að útfæra nánar tillögu hópsins um Lífsgæðasetur undir yfirskriftinni HEILSA – SAMFÉLAG – SKÖPUN.

Í starfshópnum voru: Guðrún Berta Daníelsdóttir, Karl Guðmundsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir en starfsmaður og verkefnisstjóri var Sigríður Kristinsdóttir.

Hópurinn skilaði af sér nýlega og er lagt til að í húsinu verði samfélag sem býður upp á forvarnir , heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Telur hópurinn að ákjósanlegast væri ef stofnað yrði sér félag utan um rekstur húsnæðisins. Myndaður yrði samstarfsvettvangur í stað stjórnar til að forðast fjárhagslegar skuldbindingar stjórnarmanna og tryggja að bæði Hafnarfjarðarbær og aðilar úr atvinnulífinu hafi aðkomu að rekstri hússins.

Telur hópurinn að áður en verkefnið fari mikið lengra þurfi að ráða verkefnastjóra. Hlutverk verkefnastjóra væri að halda utan um alla starfsemi hússins fyrir samstarfsvettvang, vera tengiðliður við bæjaryfirvöld og sinna þjónustu og samskiptum við leigjendur í húsinu.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær, þar sem tillögur hópsins voru kynntar, að fela bæjarstjóra að undirbúa ráðningu verkefnastjóra og skipan samstarfsvettvangs um rekstur starfsemi í St. Jósefsspítala. Erindisbréf samstarfsvettvangs á að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Útttekt var gerð á húsnæðinu á síðasta ári og skv. henni munu viðgerðir á húsinu kosta um 220 milljónir kr.

Tillögunum er skipt niður eftir húsnæðishlutum og í megindráttum eru tillögur hópsins eftirfarandi.

Kapellan

Kapellan sem er 112 m² verður samkomustaður hússins og mætti nýta til fjölbreyttra mannamóta. Kapellan getur nýst vel sem fundarsalur, undir námskeið, létta leikfimi. Utan opnunartíma væri hægt að leigja hana fyrir fundi , til félagasamtaka og atburða á vegum þeirra sem reka starfsemi í St. Jósefsspítala.

Kapellan er hugsuð sem aðstaða fyrir þá rekstraraðila sem eru með starfsemi í húsinu og þurfa tímabundið á auknu plássi að halda. Kapellan er mikilvæg fyrir lífsgæðasetur og mun virka sem n.k. útvíkkun á starfsemi þeirra aðila sem munu leigja í húsinu og því verður mikilvægt að koma kapellunni í notkun sem fyrst.

Kjallarinn

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here